Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. júlí 2019 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Christopher Nkunku til RB Leipzig (Staðfest)
Christopher Nkunku yfirgefur PSG og fer til Þýskalands
Christopher Nkunku yfirgefur PSG og fer til Þýskalands
Mynd: Getty Images
Þýska félagið RB Leipzig er búið að ganga frá kaupum á franska miðjumanninum Christopher Nkunku en han kemur frá Paris Saint-Germain. Leipzig staðfestir þetta í dag.

Nkunku er 21 árs gamall miðjumaður og uppalinn hjá PSG en hann lék 78 leiki og skoraði 11 mörk á tíma sínum þar.

Hann átti ekki fast sæti í liðinu og nú er Ander Herrera mættur til félagsins auk þess sem PSG er að skoða fleiri kosti.

Nkunku ákvað því að fara en PSG hefur nú selt leikmanninn til RB Leipzig í Þýskalandi og gerir hann fimm ára samning.

Leipzig er að sanka að sér leikmönnum en Hannes Wolf kom frá Salzburg auk þess sem Ademola Lookman er að koma frá Everton.



Athugasemdir
banner
banner