Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 18. júlí 2019 14:55
Brynjar Ingi Erluson
Kosovare Asllani brýtur blað í sögunni - Semur við Real Madrid (Staðfest)
Kosovare Asllani er fyrsti leikmaðurinn sem kvennalið Real Madrid fær til sín
Kosovare Asllani er fyrsti leikmaðurinn sem kvennalið Real Madrid fær til sín
Mynd: Getty Images
Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani er búin að semja við Real Madrid á Spáni en hún er fyrsti leikmaðurinn sem félagið kaupir fyrir kvennaliðið.

Real Madrid ákvað í síðasta mánuði að setja á laggirnar kvennalið en Florentino Perez, forseti félagsins, ákvað að kaupa CD Tacon sem tryggði sér þátttökurétt í efstu deild fyrir tímabilið.

Félagið mun bera nafn CD Tacon á komandi tímabil áður en það breytir um nafn á næsta ári.

Real Madrid hefur nú staðfest fyrstu kaupin en sænska landsliðskonan Kosovare Asllani er komin frá Linköping í Svíþjóð.

Asllani hefur verið með bestu leikmönnum heims síðustu ár en hún átti stóran þátt í því að tryggja liðinu 3. sætið á HM sem fór fram í Frakklandi í sumar.

Asllani hefur þá áður verið á mála hjá liðum á borð við Kristianstad, Manchester City og Paris Saint-Germain.



Athugasemdir
banner
banner
banner