Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 18. júlí 2019 17:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið KR gegn Molde: Björgvin og Finnur Orri byrja
Óskar Örn og fleiri mikilvægir leikmenn á bekknum
Finnur er í byrjunarliði KR eftir meiðsli.
Finnur er í byrjunarliði KR eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld, klukkan 19:00, mætast KR og Molde í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn í kvöld fer fram á Meistaravöllum í Vesturbænum.

Brekkan er svo sannarlega brött fyrir KR-inga eftir 7-1 tap í fyrri leiknum í Noregi.

KR er topplið Pepsi Max-deildarinnar og í Noregi er Molde á toppnum.

Rúnar Kristinsson gerir nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu. Koma Óskar Örn Hauksson, Arnþór Ingi Kristinsson, Kristinn Jónsson, Finnur Tómas Pálmason og Tobias Thomsen út úr byrjunarliðinu. Ástbjörn Þórðarson, Gunnar Þór Gunnarsson og Ægir Jarl Jónasson koma inn.

Þá snýr Finnur Orri Margeirsson aftur eftir meiðsli og Björgvin Stefánsson er í fyrsta sinn í byrjunarliði eftir að hafa tekið út fimm leikja bann fyrir kynþáttafordóma.

Molde gerir líka nokkrar breytingar og fer Leke James, sem skoraði þrennu í fyrri leiknum, til að mynda á bekkinn.

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Björgvin Stefánsson
10. Pálmi Rafn Pálmason
11. Kennie Chopart
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Pablo Punyed

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner
banner