Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. júlí 2019 22:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin úr mögnuðum leik Levadia og Stjörnunnar
Stjarnan mætir Espanyol í næstu umferð
Þorsteinn Már skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum.
Þorsteinn Már skoraði fyrra mark Stjörnunnar í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan spilar við Espanyol frá Spáni í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Stjarnan vann magnaðan sigur í einvígi sínu gegn Levadia Tallinn frá Eistlandi í kvöld. Fyrri leikurinn endaði 2-1 í Garðabæ og var staðan 2-1 að loknum venjulegum leiktíma í kvöld fyrir Levadia, sem skoraði seinna mark sitt þegar lítið var eftir.

Levadia komst í 3-1 með marki úr vítaspyrnu í framlengingunni og virtist vera á leiðinni áfram, en Stjarnan gafst ekki upp og skoraði varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson eftir 120 mínútur og gott betur en það.

Það mark tryggði Stjörnunni áfram og í einvígi gegn Espanyol.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum.

Levadia Tallinn 3 - 2 Stjarnan (4-4 samanlagt)
1-0 Evgeni Osipov ('17 )
1-1 Þorsteinn Már Ragnarsson ('25 )
2-1 Evgeni Osipov ('89)
3-1 Dmitri Kruglov ('105 , víti)
3-2 Brynjar Gauti Guðjónsson ('123)

Sjá einnig:
Brynjar Gauti: Verður að hafa trú þangað til dómarinn flautar
Rúnar Páll: Bað æðri máttarvöld um að hjálpa okkur


Athugasemdir
banner
banner