Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. júlí 2019 22:46
Magnús Valur Böðvarsson
4. deild: Ýmismenn og Bjarnarliðin tvö með sigra
Liðsmenn Bjarnarins eru eina liðið í 4.deild sem er með fullt hús stiga
Liðsmenn Bjarnarins eru eina liðið í 4.deild sem er með fullt hús stiga
Mynd: Aðsend
Þrír leikir fóru fram í 4. deild karla í kvöld en allir voru þeir í A - riðli.
Ýmir vann SR í Laugardalnum, Björninn vann Vatnaliljur í Fagralundi og Ísbjörninn lagði Mídas upp í Kórnum.

A - riðill
Björninn hélt sínu striki í 4. deildinni og eru búnir að vinna alla 10 leiki tímabilsins. Þeir eru svo gott sem öruggir í úrslitakeppnina og júlí mánuður er ekki búinn.

Ýmismenn unnu lífsnauðsynlegan sigur gegn SR, en þeir eru í baráttu við Árborg um 2. sætið í riðlinum, en Árborg hefur ennþá þriggja stiga forskot á Ýmismenn. Árborg er með 19 stig í 2. sæti á meðan Ýmir er með 16 í því þriðja.

Þá náði Ísbjörninn að vinna sinn annan leik í sumar gegn Mídas en liðin eru jöfn á botninum með 6 stig hvort. Sigurmark Ísbjarnarins kom í uppbótartíma.

Vatnaliljur 0 - 2 Björninn
0-1 Júlíus Orri Óskarsson (52')
0-2 Sigurður Sigurðsson (86')

SR 0 - 3 Ýmir
Mörk Ýmis: Arnar Freyr Guðmundsson, Guðmundur Axel Blöndal og Hörður Magnússon

Ísbjörninn 2 - 1 Mídas
1-0 Sigþór Marvin Þórarinsson (25')
1-1 Markaskorara vantar
2-1 Þorlákur Ingi Sigmarsson (92')
Athugasemdir
banner
banner