Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 19. júlí 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erum að fara í eitthvað ótrúlegt dæmi"
Rúnar Páll og Stjörnumenn fagna.
Rúnar Páll og Stjörnumenn fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, í sæti sínu á RCDE Stadium, heimavelli Espanyol. Á þeim velli mun Stjarnan spila í næstu viku og hver veit nema Rúnar Páll muni sitja í þessu sæti.
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, í sæti sínu á RCDE Stadium, heimavelli Espanyol. Á þeim velli mun Stjarnan spila í næstu viku og hver veit nema Rúnar Páll muni sitja í þessu sæti.
Mynd: Getty Images
„Við erum að fara í eitthvað ótrúlegt dæmi," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Það er hrikalega spennandi verkefni framundan hjá Stjörnunni eftir sigur liðsins á Levadia Tallinn frá Eistlandi í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Stjarnan vann fyrri leikinn 2-1 og endaði seinni leikurinn 3-2 fyrir Levadia eftir framlengingu. Stjarnan fer áfram á útivallarmörkum, en Brynjar Gauti Guðjónsson skoraði sigurmarkið sem fleytti Stjörnunni áfram í uppbótartíma.

Sjáðu mörkin úr mögnuðum leik Levadia og Stjörnunnar

Næsti mótherji Stjörnunnar er spænska úrvalsdeildarfélagið Espanyol.

Fyrri leikurinn fer fram næsta fimmtudag og verður seinni leikurinn vikuna eftir fyrri leikinn. Fyrri leikurinn er út í Katalóníu.

„Þetta er upplifun fyrir okkur sem fótboltamenn, þjálfara, félag og stjórn, og ekki síst fyrir okkar stuðningsmenn. Við höfum spilað við stórlið áður og upplifað magnaðar stundir í Evrópukeppninni, en þetta er eitt af stærri liðunum sem við hefðum getað fengið, að mæta liði úr spænsku úrvalsdeildinni - og ekkert amalegt lið."

„Þetta verður upplifun. Við förum til Spánar á mánudag, þriðjudag og eigum góðar stundir í Barcelona."

„Auðvitað gerum við grein fyrir því að við erum að mæta hrikalega sterku liði. Við þurfum bara að njóta augnabliksins og spila með hjartanu."

Á sunnudag spilar Stjarnan við KR í Pepsi Max-deildinni. Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með 19 stig.

Sjá einnig:
Brynjar Gauti: Verður að hafa trú þangað til dómarinn flautar
Rúnar Páll: Bað æðri máttarvöld um að hjálpa okkur



Athugasemdir
banner
banner
banner