Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 19. júlí 2019 09:07
Magnús Már Einarsson
Gilson Correia farinn frá ÍBV
Gilson í leik með ÍBV.
Gilson í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur gengið frá starfslokasamningi við portúgalska miðvörðinn Gilson Correia.

Gilson var fastamaður í ÍBV undir stjórn Pedro Hipolito fyrri hluta tímabils en hann hefur ekki verið í leikmannahópnum síðan í lok júní.

Hinn 22 ára gamli Gilson kemur frá Gíneu-Bissu en lék í portúgölsku C-deildinni áður en hann hélt til Vestmannaeyja fyrir sumarið.

ÍBV hafði upphaflega ætlað að semja við hann fyrir sumarið 2018 en þá stóðst hann ekki læknisskoðun.

„Gilson æfði vel og var fagmannlegur utan vallar. Við vildum aftur á móti fá nýjan miðvörð og hafa þau mál verið leyst með Oran Jackson," segir Daníel Geir Moritz formaður knattspyrnuráðs ÍBV.

Oran samdi við ÍBV í gær en þessi tvítugi Englendingur hefur meðal annars leikið með MK Dons í ensku B-deildinni.

ÍBV mætir Fylki á útivelli í næsta leik á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner