fös 19. júlí 2019 16:12
Brynjar Ingi Erluson
Grótta fær Halldór Jón frá Víking R. (Staðfest)
Halldór Jón í leik með Víking
Halldór Jón í leik með Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta hefur styrkt sig fyrir átökin í síðari hluta mótsins en Halldór Jón Sigurður Þórðarson er kominn á láni frá Víking R.

Halldór er fæddur árið 1996 en hann er uppalinn í Fram en hann hefur einnig leikið fyrir Hött, ÍR og Aftureldingu.

Hann hefur fengið fá tækifæri með Víkingum í sumar en hann hefur aðeins spilað 2 leiki í Pepsi Max-deildinni og einn í bikarnum, þar sem hann skoraði gegn KÁ í 2-1 sigri.

Hann er nú farinn á lán í Gróttu og spilar með liðinu út tímabilið en hann getur spilað bæði bakvörð og á vængnum.

Grótta tryggði sér þátttökurétt í Inkasso-deildinni síðasta sumar en liðið er nú toppbaráttu með 24 stig í 2. sæti.
Athugasemdir
banner
banner