Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 19. júlí 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pundland sendir Ashley bréf - Hugmynd að nýrri treyju
Mike Ashley, eigandi Newcastle.
Mike Ashley, eigandi Newcastle.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er alltaf gaman að fyrirtækjum sem eru með skemmtilega reikninga á samfélagsmiðlum. Eitt slíkt fyrirtæki er verslunarkeðjan Pundland (e. Poundland) í Bretlandi.

Pundland sérhæfir sig í ódýrum vörum sem flestar kosta ekki nema eitt pund (rúmar 150 krónur).

Mike Ashley, eigandi Newcastle, varð fyrir barðinu á stríðni frá Pundlandi á Twitter í dag.

Stuðningsmenn Newcastle eru búnir að fá nóg af Ashley og gott betur en það. Rafa Benitez hætti sem stjóri Newcastle þar sem hann var ekki með sömu hugmyndafræði og æðstu menn félagsins. Benitez hætti og var Steve Bruce ráðinn. Það var ekki vinsælt hjá stuðningsmönnum sem elska Benitez.

Í vikunni kynnti Huddersfield treyju sem vakti mikla athygli en hún var með auglýsingu frá veðmálafyrirtækinu Paddy Power. Treyjan vakti hörð viðbrögð og enska knattspyrnusambandið hótaði að refsa Huddersfield fyrir of stóra auglýsingu á treyjunni.

Í morgun staðfesti Huddersfield síðan að um grín hafi verið að ræða og að félagið verði með enga auglýsingu á treyjunni í ár.

Í gríni ákvað Pundland að búa til svipaða treyju og Huddersfield gerði - ef Pundland væri styrktaraðili Newcastle. Mynd af treyjunni fylgdi opið bréf til Mike Ashley.

„Hvað segirðu um að við styrkjum treyju Newcastle á næsta tímabili. Líttu á hana - við höldum að þetta verði sigurvegari," segir meðal annars í bréfinu.

„Þú deilir ást okkar á að eyða ekki meiru en þú þarft, og þú veist hvers virði pundið er. Þegar kemur að því að splæsa í leikmenn þá ertu ekki í deild Manchester City."

„En veistu, við kunnum vel við þig fyrir að halda í meginreglur þínar. Hver þarf á því að halda að sigla of nálægt þessum Financial Fair Play reglum? Og eftir þessa flottu ráðningu á Steve Bruce (Rafa hver?) þá munum við jafnvel kasta inn fríum þurrkum svo stuðningsmenn geti þerrað tárin næstu þrjú árin."

Hér að neðan má sjá bréfið í heild sinni og auðvitað treyjuna, þessa flottu treyju.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner