Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. júlí 2019 18:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi byrjaði er Everton lagði Mónakó að velli
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Seamus Coleman skoraði eina mark Everton.
Seamus Coleman skoraði eina mark Everton.
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 0 Mónakó
1-0 Seamus Coleman ('72)

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton þegar liðið lagði franska úrvalsdeildarliðið Mónakó í æfingaleik í kvöld.

Maarten Stekelenburg í marki Everton varði vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en staðan að hálfleiknum loknum var 0-0.

Hornspyrnur Gylfa eru hættulegar og komst Lucas Digne nálægt því að skora eftir eina slíka á 66. mínútu. Gylfi sendi þá boltann á Digne sem var fyrir utan teig. Digne hitti boltann á lofti og setti hann rétt fram hjá.


Stuttu síðar skoraði Seamus Coleman eina mark leiksins.


Gylfi lék 78 mínútur í kvöld í þessum 1-0 sigri. Hann verður eflaust í lykilhlutverki í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner