Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 19. júlí 2019 23:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Snæfell skellti sér aftur á toppinn
Snæfell er á toppnum.
Snæfell er á toppnum.
Mynd: Snæfell
Úlfarnir 1 - 3 Snæfell
0-1 Milos Janicijevic ('14)
1-1 Róbert Daði Sigurþórsson ('33)
1-2 Leó Örn Þrastarson ('41)
1-3 Carles Martinez Liberato ('63)

Snæfell skellti sér aftur á toppinn í B-riðli 4. deildar karla með sigri á Úlfunum í kvöld.

Milos Janicijevic kom Snæfell yfir á 14. mínútu, en Úlfarnir jöfnuðu þegar Róbert Daði Sigurþórsson skoraði. Snæfell fór þó með forystuna í hálfleik því Leó Örn Þrastarson skoraði stuttu fyrir leikhlé.

Þegar tæpar 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum skoraði Carles Martinez Liberato þriðja mark Snæfells. Það mark tryggði þeirra sigur í þessum leik.

Snæfell er á toppnum með 28 stig úr 10 leikjum. Úlfarnir eru með 12 stig í fimmta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner