Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júlí 2019 12:51
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Jafnt í hálfum Íslendingaslag
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Utah Royals 2 - 2 Portland Thorns
0-1 Christine Sinclair ('9)
1-1 Christen Press ('43)
1-2 Lindsey Horan ('87)
2-2 Rachel Corsie ('90)

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Utah Royals og lék allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn Portland Thorns.

Dagný Brynjarsdóttir er á mála hjá Portland en hún var fjarverandi í leiknum, enda stödd á Íslandi þessa stundina þar sem hún er að gifta sig.

Christine Sinclair kom gestunum frá Portland yfir snemma leiks en bandaríska landsliðskonan Christen Press jafnaði fyrir leikhlé. Gunnhildur Yrsa átti stoðsendinguna á Press sem klobbaði varnarmann gestanna laglega áður en hún slúttaði í netið.

Lindsey Horan hélt hún hefði gert sigurmark Portland á 87. mínútu en Rachel Corsie var ekki á sama máli og jafnaði fyrir leikslok.

Níu lið eru í deildinni og trónir Portland á toppinum. Utah er í fimmta sæti en aðeins fimm stig skilja liðin að í afar jafnri toppbaráttu.
Athugasemdir
banner
banner
banner