Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. júlí 2019 18:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna: Grótta jafnaði seint á Egilsstöðum
Diljá skoraði jöfnunarmark Gróttu.
Diljá skoraði jöfnunarmark Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta stöðvaði þriggja leikja sigurgöngu Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis F. í 2. deild kvenna í dag.

Julie Gavorski skoraði fyrsta mark leiksins eftir 19 mínútur og kom Fjarðab/Hetti/Leikni yfir. Hin bandaríska Gavorski er markahæst í deildinni með 11 mörk í níu leikjum.

Elísabet Eir Hjálmarsdóttir kom Fjarðab/Hetti/Leikni í 2-0 á 50. mínútu, en á 71. mínútu minnkaði Taciana Da Silva Souza muninn fyrir Gróttu. Jöfnunarmark Gróttu kom í uppbótartíma og það skoraði Diljá Mjöll Aronsdóttir.

Fjarðab/Höttur/Leiknir er með 16 stig stig á toppi deildarinnar. Grótta er í þriðja sæti með 14 stig.

Hamrarnir eru komnir upp í fjórða sæti deildarinnar eftir 2-0 sigur gegn Álftanesi. Arna Sól Sævarsdóttir kom Hömrunum yfir á 13. mínútu úr vítaspyrnu og kom seinna mark liðsins eftir korter í seinni hálfleik.

Hamrarnir eru með 10 stig í fjórða sæti og er Álftanes í fimmta sæti með níu stig. Álftanes hefur tapað þremur í röð.

Hamrarnir 2 - 0 Álftanes
1-0 Arna Sól Sævarsdóttir ('13, víti)
2-0 Markaskorara vantar ('60)

Fjarðab/Höttur/Leiknir 2 - 2 Grótta
1-0 Julie Gavorski ('19)
2-0 Elísabet Eir Hjálmarsdóttir ('50)
2-1 Taciana Da Silva Souza ('71)
2-2 Diljá Mjöll Aronsdóttir ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner