Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. júlí 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Man Utd bauluðu á Ashley Young
Ashley Young.
Ashley Young.
Mynd: Getty Images
Það var baulað á Ashley Young í æfingaleik Manchester United gegn Inter í Singapúr í gær.

Hinn 17 ára gamli Mason Greenwood skoraði sigurmarkið í leiknum, en hann fékk boltann eftir að Samir Handanovic hafði varið skot frá Young.

Young er búinn að vera í átta ár hjá Manchester United og var hann Englandsmeistari með liðinu 2013.

Hann er orðinn 34 ára gamall og er farinn að spila sem bakvörður eftir að hafa leikið allan sinn feril sem kantmaður þar áður. Stuðningsmenn United voru ekki ánægðir með hann á síðasta tímabili og bauluðu á hann í leiknum í gær.

„Ashley er frábær atvinnumaður. Hann gefur alltaf allt sitt í verkefnið og í dag átti hann þátt í markinu. Við viljum að stuðningsmennirnir styðji við bakið á leikmönnunum. Ashley hefur verið dyggur þjónn fyrir félagið í mörg ár," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, eftir leikinn í gær.

Solskjær ætlar að ræða við Young sem var oft með fyrirliðabandið á síðustu leiktíð hjá Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner