Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. júlí 2019 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Gea hafnaði PSG og verður launahæsti markvörðurinn
Verður áfram í herbúðum Manchester United.
Verður áfram í herbúðum Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fastlega er búist við því að markvörðurinn David de Gea muni skrifa undir nýjan samning við Manchester United á næstunni.

Telegraph, Sky Sports og Manchester Evening News eru á meðal fjölmiðla sem segja frá þessu.

De Gea hefur leikið með United frá 2011 og verið algjörlega frábær. Síðasta tímabil var ekki hans besta, en heilt yfir hefur hann verið einn besti markvörður í sögu Manchester United.

Hann hefur oft á tíðum verið orðaður burt frá félaginu og var hann einu sinni hættulega nálægt því að fara til Real Madrid. Talað er um að faxtæki hafi bjargað því að hann hafi verið áfram hjá Manchester United.

Samkvæmt ofangreindum fjölmiðlum mun De Gea skrifa undir langtímasamning, talað er um sex ár, sem mun gera hann að launahæsta markverði heims. Hann mun fá á bilinu 350 til 375 þúsund pund í vikulaun.

Samuel Luckhurst á Manchester Evening News segir að hinn 28 ára gamli De Gea hafi fengið tilboð frá Paris Saint-Germain í sumar, en hann hafi ákveðið að vera áfram hjá United. Hann telur að hann geti unnið titla hjá félaginu.

Hann er líka þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið hjá Ole Gunnar Solskjær, stjóra United, og þjálfarateyminu eftir erfiðan lokahluta síðasta tímabils.

De Gea á í frábæru sambandi við markvarðarþjálfara Manchester United, Emiliano Alvarez.

Búist er við því að De Gea skrifi undir samninginn þegar United kemur heim frá Asíu seinna í þessum mánuði. Núgildandi samningur Spánverjans rennur út eftir næsta tímabil.

Sjá einnig:
De Gea samþykkir sex ára samning
Athugasemdir
banner
banner
banner