Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. júlí 2019 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Expressen 
Elísabet vill prófa hugmyndafræði sína á karlaliði
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fotball Gala
Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009.
Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009.
Mynd: Kristianstad
Elísabet og aðstoðarmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson.
Elísabet og aðstoðarmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson.
Mynd: Twitter
Úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð er farin aftur af stað eftir HM-hlé. Íslendingalið Kristianstad byrjaði á 5-0 sigri gegn Kungsbacka í gær þar sem Svava Rós Guðmundsdóttir var á meðal markaskorara.

Sif Atladóttir leikur einnig með liðinu og þjálfari liðsins er auðvitað Elísabet Gunnarsdóttir. Hún hefur stýrt Kristianstad frá 2009 og er á sínu 11. tímabili hjá félaginu.

Hún var í viðtali hjá Expressen í Svíþjóð fyrir leikinn í gær. Uppgangurinn hefur verið frábær undir stjórn Elísabetar. Úr því að verða næstum gjaldþrota í það að spila á nýjum velli og berjast á toppnum í Svíþjóð.

„Hversu mörg verða tímabilin til viðbótar? Það er erfitt að segja en ég get sagt það að ég hef aldrei hugsað meira um hvað gerist næst eftir Kristianstad," segir Elísabet í viðtalinu, en bætir við að hún sé enn með markmið sem hún vilji ná hjá Kristianstad. Hún vill vinna sænsku úrvalsdeildina.

„Ef mér myndi ekki finnast það raunhæft þá væri ég ekki hérna."

Myndi vilja þjálfa hjá karlaliði
Elísabet er ein af fremstu fótboltaþjálfurum Íslands. Í viðtali við Fótbolta.net í fyrrasumar ræddi hún möguleikann á að þjálfa karlalið. Smelltu hér til að lesa viðtalið.

„Það er ekki útilokað að ég myndi skoða það að starfa innan karlafótboltans ef það væri í boði á réttum tíma. En sama skapi ekkert sem ég hef "high-lightað” á markmiðalistanum," sagði Elísabet þá.

Í viðtalinu við Expressen segir hún að það sé eitthvað sem hún vill gera á einhverjum tímapunkti, að þjálfa karlalið. „Ég myndi ekki vilja taka við sem aðalþjálfari strax. Ég myndi vilja byrja sem aðstoðarþjálfari eða í einhverju öðru hlutverki. Ég vil nota þekkingu mína, ég hef aldrei getað bara gengið um og fylgst með."

„Það er mikið sem ég hef þróað hjá Kristianstad sem ég myndi vilja nota hjá karlaliði einn daginn. Ég fylgist vel með karlaliðinu hér hjá Kristianstad, margar æfingar og nánast alla leiki, og það er margt sem ég hefði viljað breyta."

Krefst mikils af leikmönnum
Það er umrætt í Svíþjóð að Kristianstad sé mjög náið lið, nánast eins og sértrúarsöfnuður. Elísabet er hörð í horn að taka og leikmenn virðast kunna vel við það.

„Ég krefst mikils af leikmönnum mínum. Ég gef mikið af mér og ég vil fá mikið til baka. Sumir segja að ég gagnrýni unga leikmenn of mikið, að ég gagnrýni mikið meira en ég hrósi. Ég er ekki alveg sammála því," segir Elísabet.

„Ég get blótað leikmanni inn á vellinum, en svo utan vallar getum við sest niður og rætt um lífið. Það er ekki vandamál."

Elísabet segir að hópurinn hjá Kristianstad sé gríðarlega náinn og að leikmenn vilji yfirleitt ekki fara frá félaginu. Hópurinn geri mikið saman.

„Við erum eins og stór fjölskylda," segir Elísabet.

Kristianstad er sem stendur í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig úr átta leikjum. Það er nóg eftir af mótinu og Kristianstad ætlar sér ofar en fjórða sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner