Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. júlí 2019 17:52
Arnar Helgi Magnússon
Pepsi Max-deildin: Fylkir ekki í neinum vandræðum með ÍBV - Sjöundi tapleikurinn í röð
Kolbeinn kom Fylki á bragðið.
Kolbeinn kom Fylki á bragðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Castillion skoraði síðasta mark Fylkis.
Castillion skoraði síðasta mark Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 3 - 0 ÍBV
1-0 Kolbeinn Birgir Finnsson ('12 )
2-0 Ásgeir Eyþórsson ('45 )
3-0 Geoffrey Wynton Mandelano Castillion ('84 )

Fylkir var ekki í neinum vandræðum með ÍBV þegar liðin mættust í Árbænum í dag. Leiknum lauk með 3-0 sigri Fylkis og er liðið komið upp í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Fylkismenn byrjuð leikinn af miklum krafti og sköpuðu sér nokkur hættuleg færi á fyrstu mínútunum.

Markið sem að hafði legið í loftinu kom á 12. mínútu leiksins þegar Kolbeinn Birgir Finnsson lét vaða af vítateigslínunni og boltinn söng í netinu. Ragnar Bragi með stoðsendinguna.

Eftir að heimamenn komust yfir virtist lifna eitthvað aðeins yfir gestunum úr Eyjum og færin fóru að koma.

Það er ekki nóg að fá færi. Ásgeir Eyþórsson tvöfaldaði forystu Fylkis rétt fyrir hálfleik þegar boltinn barst til hans eftir hornspyrnu. Hann skaut þá að marki en vörn ÍBV komst fyrir, aftur datt boltinn fyrir Ásgeir og þá skoraði hann. 2-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var nokkuð fjörugur og bæði lið fengu ágætis færi. ÍBV náði á tímapunkti tökum á leiknum og virtust vera að færast nær markinu.

Allt kom fyrir ekki og Geoffrey Castillion gerði út um leikinn þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Hann setti boltann í autt markið eftir sendingu frá Valdimar Þórs sem var sloppinn einn í gegn.

Frábær sigur Fylkis sem er nú komið í fimmta sæti deildarinnar. Vandræði ÍBV halda áfram og hefur liðið nú tapað sjö leikjum í röð í deild og bikar.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner