Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. júlí 2019 23:59
Arnar Helgi Magnússon
Annar tapleikur Liverpool í röð - Ungur leikmaður liðsins borinn af velli
Byrjunarlið Liverpool í leiknum.
Byrjunarlið Liverpool í leiknum.
Mynd: Getty Images
Oxlade-Chamberlain í baráttunni
Oxlade-Chamberlain í baráttunni
Mynd: Getty Images
Liverpool 1 - 2 Sevilla
0-1 Nolito ('37)
1-1 Divock Origi ('44)
1-2 Alejandro Pozo ('90)

Liverpool og Sevilla mættust í æfingaleik í Boston nú í kvöld. Mikill hiti er nú í Bandaríkjunum og voru teknar vatnspásur í leiknum.

Spánverjinn Nolito kom Sevilla yfir á 37. mínútu leiksins með hnitmiðuðu skoti innan vítateigs.

Divock Origi jafnaði leikinn stuttu áður en að flautað var til hálfleiks. Boltinn barst þá til Belgans eftir klafs í teig Sevilla sem myndaðist eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. 1-1 í hálfleik.

Fyrir utan mörkin var leikurinn ekkert sérstaklega mikið fyrir augað. Þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir af leiknum fékk Joris Gnagnon, leikmaður Sevilla, að líta beint rautt spjald fyrir ógeðslegt brot á Yasser Larouci, ungum leikmanni Liverpool.

Þarna var um að ræða einbeittan brotavilja en hann reyndi ekkert við boltann. Larouci lá í grasinu eftir tæklingu og var að lokum borinn útaf vellinum á sjúkrabörum.

Á 90. mínútu leiksins skoraði Alejandro Pozo sigurmark Sevilla eftir undirbúning Munir El Haddadi. Lokatölur 1-2, Sevilla í vil. Annar tapleikur Liverpool í röð á undirbúningstímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner