Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 22. júlí 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Guðmunda í fimmta sinn í bikarúrslitum - Nær hún loksins sigri?
Guðmunda Brynja Óladóttir í leik með KR.
Guðmunda Brynja Óladóttir í leik með KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmunda Brynja Óladóttir, framherji KR, er á leið í fimmta bikarúrslitaleikinn á síðustu sex árum. KR lagði Þór/KA 2-0 í undanúrslitum á laugardaginn og mætir Selfossi í bikarúrslitum 17. ágúst næstkomandi.

Guðmunda er uppalin á Selfossi og fór með Selfyssingum í bikarsúrslit 2014 og 2015. Síðustu tvö ár hefur hún siðan farið með Stjörnunni í bikarúrslit.

Hin 24 ára gamla Guðmunda hefur ekki ennþá verið í sigurliði í bikarúrslitunum en spurning er hvort henni takist það gegn gömlu félögunum í næsta mánuði?

Bikarúrslitaleikirnir hjá Guðmundu
2014 Selfoss 0 - 4 Stjarnan
2015 Selfoss 1 - 2 Stjarnan
2017 Stjarnan 2 - 3 ÍBV
2018 Stjarnan 1 - 2 Breiðablik
2019 KR ? - ? Selfoss

„Erum á leið í 5 🏆leikinn á síðustu 5 árum. Við höfum mikla trú að okkur takist ætlunarverkið með nýja liðinu okkar 🖤Mæli með að taka 17.ágúst frá #AlltErÞegarFimmtEr," sagði Guðmunda á Instagram.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner