Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. júlí 2019 13:48
Magnús Már Einarsson
Diego Lopez: Þurfum að sýna Stjörnunni mikla virðingu
Diego Lopez.
Diego Lopez.
Mynd: Getty Images
Diego Lopez, markvörður Espanyol, segir að liðið verði að sýna Stjörnunni virðingu fyrir leiki liðanna í 2. umferð Evrópudeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram í Barcelona á fimmtudag.

Lopez er 37 ára gamall en hann hefur meðal annars leikið með Real Madrid og AC Milan á ferlinum. Hann segir að leikmenn Espanyol mæti ekki með vanmat til leiks gegn Stjörnunni.

„Við þurfum að sýna þeim mikla virðingu. Við þurfum að vera auðmjúkir en á sama tíma ákveðnir í að sýna okkar besta leik," sagði Lopez.

„Í Evrópukeppni er hraðinn öðruvísi og það gæti gert þetta mjög erfitt fyrir okkur. Við megum aldrei tapa virðingunni fyrir andstæðingnum. Viðureignin er 180 mínútur og þú verður að bera virðingu fyrir andstæðingnum."

„Fólk verður að átta sig á því að þetta verður ekki auðvelt gegn þessu liði né gegn þeim sem við gætum mætt síðar. Í Evrópukeppni er ekkert gefins. Aðalmarkmið okkar er að komast í riðlakeppni og öll lið berjast um að komast þangað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner