banner
   mán 22. júlí 2019 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sheffield Wednesday kvartar til úrvalsdeildarinnar vegna Newcastle
Mynd: Getty Images
Sheffield Wednesday er alls ekki sátt við það hvernig Steve Bruce yfirgaf félagið og tók við sem stjóri Newcastle.

Í kvöld tilkynnti Sheff. Wed. Newcastle til úrvalsdeildarinnar og kvartaði undan því hvernig staðið var að verki.

„Eftir að Newcastle tilkynnti þann 17. júlí að félagið hafi ráðið fyrrum stjóra Sheffield Wednesday, Steve Bruce, og þjálfaralið hans, Steve Agnew og Stephen Clemence, þá staðfestir Sheffield Wednesday að félagið hafi í dag tilkynnt úrvalsdeildinni um starfshætti Newcastle þegar félagið fékk starfskraftana til sín," segir í tilkynningu Sheffield Wednesday.

„Úrvalsdeildin mun nú rannsaka málið og skoða ásakanir okkar og félagið mun ekki svara frekar fyrir þetta mál á meðan á rannsókn stendur," sendir Sheffield Wed. frá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner