mán 22. júlí 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pepsi Max mörkin um Kristján Flóka: Ekki viss um að menn séu að segja allt í þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tapaði í kvöld gegn HK í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla. HK sigraði leikinn 2-0 og var það fyrsti sigur HK á FH í efstu deild.

Pepsi Max-mörkin á Stöð 2 Sport fjölluðu um leikinn í kvöld líkt og aðra leiki umferðarinnar og umræðan leiddist út í félagaskipti Kristjáns Flóka Finnbogasonar til KR. Flóki er uppalinn í FH og því kann einhverjum að finnast óvænt að hann velji KR framyfir FH þar sem FH sýndi honum áhuga í glugganum.

„Efirtektarvert viðtal við Kristján Flóka á Fótbolta.net," sagði Hörður Magnússon, þáttarstjórnandi og vitnar þar í viðtal við Flóka þar sem hann segir KR meira spennandi en FH í dag.

„Ég held að hann sé að vera hreinskilinn með sína ákvörðun. Það er 'fact' að það er meira spennandi að vera í KR heldur en FH á þessum tímapunkti og hvort að tengslin við FH hafi ekki skipt meira máli veit ég ekki. KR hefur oft heillað marga knattspyrnumenn," sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, annar af sérfræðingum Harðar í kvöld.

„Ég held að það sé ekki verið að segja allt í þessu. Það þurfti að kaupa leikmanninn frá Start og svo snýst þetta líka um laun og annað. Hafa FH-ingar sótt nógu hart að vilj'ann? spurði Máni Pétursson, hinn sérfræðingur Harðar.

„Ég á erfitt með að sjá að FH tapi leikmönnum sem þeir vilja fá sem eru uppaldir og ég held að ef þeir hefðu raunverulega vijað fá hann hefðu þeir lokað honum, ég er ekki viss um að menn séu að segja allt í þessu," kláraði Máni.

„Segirðu það sem þú sagði"? spurði Hörður í kjölfarið og vitnar aftur í þau ummæli Flóka að KR sé meira spennandi.

„Hverju átti hann að svara? Það var af þvi að það voru miklu meiri peningar í boði hjá KR, átti hann að svara þessu þannig"? Sagði Máni að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner