Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 23. júlí 2019 08:36
Magnús Már Einarsson
Theodór Elmar að skipta um félag í Tyrklandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theodór Elmar Bjarnason er að skipat um félag í Tyrklandi og ganga í raðir Akhisarspor. Íslendingavaktin greinir frá þessu og vitnar í tyrkneska blaðamanninn Serkan Akkoyun.

Theodór Elmar fór frá Elazigspor seint á síðasta ári eftir að hafa ekki fengið gredd laun hjá félaginu og þá gekk hann í raðir Gazişehir Gaziantep í B-deildinni.

Theodór Elmar fór upp í úrvalsdeild með Gazişehir Gaziantep í vor en hann er nú á förum frá félaginu.

Hinn 32 ára gamli Elmar er sagður á leið til Akhisarspor sem féll úr tyrknsku úrvalsdeildinni í vor og leikur því í B-deildinni á komandi tímabili.

Elmar hefur skorað eitt mark í 42 landsleikjum fyrir Íslands hönd en hann á langan feril í baki atvinnumennsku erlendis. Áður en hann kom til Tyrklands lék Elmar með Celtic í Skotlandi, Lyn í Nor­egi, Gauta­borg í Svíþjóð og AGF í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner