Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. júlí 2019 12:30
Magnús Már Einarsson
Esteban Granero reiknar ekki með varnarsinnuðu liði hjá Stjörnunni
Esteban Granero í leik með Espanyol.
Esteban Granero í leik með Espanyol.
Mynd: Getty Images
„Við þurfum að sýna íslenska liðinu eins mikla virðingu og hægt er," sagði Esteban Granero, miðjumaður Espanyol, á fréttamannafundi í dag aðspurður út í leikinn gegn Stjörnunni í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Stjarnan sló út Levadia Tallin frá Eistlandi á dramatískan hátt í síðustu viku og mætir Espanyol í 2. umferð Evrópudeildarinnar.

„Þeir hafa unnið sér inn réttinn til að spila í Evrópudeildinni og hafa nú þegar farið í gegnum eina umferð. Þetta er mjög samkeppnishæft lið. Við búumst ekki við að Stjarnan verði sérstaklega varnarsinnað lið í þessum leik," sagði Granero.

Espanyol endaði í 7. sæti í La Liga á síðasta tímabili og náði þar með í Evrópusæti í fyrsta skipti síðan árið 2007

„Þetta verður sérstakur leikur fyrir alla. Espanyol hefur ekki spilað í Evrópukeppni í mörg ár og við náðum sæti þar með frábærum árangri á síðasta tímabili. Við mætum mjög spenntir til leiks," sagði Granero.

Granero er 32 ára gamall Argentínumaður en hann kom til Espanyol árið 2017. Þar áður spilaði hann með Real Madrid, QPR og Real Sociedad.

Sjá einnig:
Diego Lopez: Þurfum að sýna Stjörnunni mikla virðingu
Athugasemdir
banner
banner