Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. júlí 2019 14:23
Fótbolti.net
„Björgvin vill endurgjalda KR það sem félagið hefur gert fyrir hann"
Björgvin Stefánsson í leiknum gegn Stjörnunni.
Björgvin Stefánsson í leiknum gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Björgvin Stefánsson, sóknarmaður KR, skoraði sitt fyrsta mark eftir að hafa afplánað leikbannið fræga þegar KR-ingar, sem tróna á toppi Pepsi Max-deildarinnar, gerðu 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni á sunnudag.

KR-ingar eru að fá Kristján Flóka Finnbogason og var rætt um stöðu Björgvins í KR-liðinu í Innkastinu.

Smelltu hér til að hlusta á Innkastið

„Ég hef því miður áhyggur af stöðu Björgvins með tilkomu Flóka. Þetta mark ýtir honum kannski aðeins ofar í goggunarröðinni. Björgvin er einn skemmtilegasti karakter deildarinnar. Ég vil sjá Björgvin spila í þessari Pepsi Max-deild," sagði Gunnar Birgisson.

Björgvin kyssti KR-merkið þegar hann fagnaði marki sínu en greint var frá því að Víkingar vildu fá hann í sínar raðir.

„Hann er alltaf að fara að vera þarna áfram og ég held að hann vilji endurgjalda KR allt það sem félagið hefur gert fyrir hann, hvernig sem það verður. Kannski mun mínútunum fækka en félagið hefur gefið honum risastór tækifæri, staðið með honum og varið í kringum tvö stór mál síðustu tvö ár. Ég held að hann vilji meira en allt annað endurgjalda það," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Það eru ekkert allir sem fá að upplifa það að verða Íslandsmeistari með KR. Að því sögðu vill maður líka að menn vilji spila fótbolta og kannski nennir Björgvin ekki svona stöðu á næsta ári. En mín tilfinning er að hann treysti sjálfum sér best þarna eins og staðan er núna."


Athugasemdir
banner
banner
banner