Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. júlí 2019 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rodgers: Þurfum ekki að selja Maguire
Mynd: Getty Images
Harry Maguire var í byrjunarliði Leicester og skoraði í 0-3 sigri liðsins gegn Cambridge í æfingaleik í kvöld.

Brendan Rodgers, stjóri Maguire hjá Leicester, fullyrðir að Leicester þurfi ekki að selja leikmanninn en Manchester United er sagt hafa mikinn áhuga á miðverðinum.

„Við sem félag erum alveg slakir, félögin sem hafa áhuga hafa ekki uppfyllt kröfur okkar um upphæð sem við viljum fá fyrir Maguire og eins og stendur er hann leikmaur Leicester og hann er einbeittur á verkefni sitt hér," sagði Rodgers í viðtali við Sky Sports.

„Félagið þarf ekki að selja leikmenn og vill ekki selja Maguire. Þetta er alltaf spurning um 'hvað ef?' en núna er hann leikmaður okkar."

„Hann er hér hjá frábæru félagi sem er með frábæra leikmenn innanborðs, tímarnir hafa breyst í fótbolta, hjá öðrum félögum gætu þau þurft að selja í þessari stöðu en Leicester þarf ekki að gera það á þessari stundu."

Athugasemdir
banner