Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 23. júlí 2019 23:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Hildigunnur: Mjög ánægð með þrennuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur af hetjum Stjörnunnar í kvöld, Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, var í viðtali við Vísi í kvöld.

Hildigunnur skoraði þrennu gegn HK/Víkingi í 2-5 útisigri Stjörnunnar. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði hin tvö mörk Stjörnunnar.

Lestu nánar um leikinn.

Hildigunnur sagði sigurinn mikilvægan fyrir liðið og gott að fá þrjú stig. Liðið ætlar sér að halda áfram á sömu braut og Hildigunnur hrósaði liðsheildinni og sagði liðiði í heild sinni hafa verið tilbúið í leik kvöldsins.

Hildigunnur er aðeins 16 ára og voru mörkin í kvöld hennar fyrstu mörk í efstu deild. Leikurinn var hennar fimmti í efstu deild.

„Ég er bara mjög ánægð,“ sagði Hildigunnur hógvær við Vísi.

Eins og fram hefur komið í umfjöllun kvöldsins þá hefur Stjörnunni gengið illa að skora mörk og síðasta mark liðsins fyrir leik kvöldsins kom í maí. Hildigunnur segir mörk kvöldsins gefa liðinu mikið.

„Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust og við ætlum bara að byggja ofan á þetta,“ sagði Hildigunnur.

Sjá einnig: Stjarnan skoraði fimm eftir 552 mínútna bið eftir marki
Athugasemdir
banner
banner