Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. júlí 2019 23:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sex liða barátta í neðri hluta Pepsi Max-kvenna
Hvaða áhrif mun brotthvarf Cloe Lacasse hafa á lið ÍBV? Níu mörk í tíu leikjum hefur hún gert í sumar.
Hvaða áhrif mun brotthvarf Cloe Lacasse hafa á lið ÍBV? Níu mörk í tíu leikjum hefur hún gert í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sophie Groff hefur raðað mörkunum inn fyrir Keflavík í sumar.
Sophie Groff hefur raðað mörkunum inn fyrir Keflavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Breiðablik eru í algjörum sérflokki í Pepsi Max-deild kvenna. Liðin hafa 31 stig eftir 11 umferðir. Fjórtán stigum neðar situr Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar og Selfoss fylgir svo í kjölfarið með stigi minna.

Þremur stigum neðar hefst mikil barátta í neðri hluta deildarinnar. Stjarnan gerði vel í kvöld og bæði skoraði og sigraði loksins í deildinni. Stjarnan hafði ekki unnið í sex leikjum í röð en sigurinn gegn HK/Víking í kvöld skilar liðinu upp í 5. sæti. Fimm mörkin sem liðið skoraði tvöfaldar einnig heildarmarkafjölda liðsins en fyrir leik kvöldsins hafði Stjarnan einungis skorað fimm mörk í tíu leikjum.

ÍBV vann einnig í kvöld og er með tólf stig í 6. sæti. ÍBV hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð. ÍBV á leik til góða og gæti náð að slíta sig frá þessum fallbaráttupakka. Cloe Lacasse er á leið til portúgalska liðsins Benfica en ekki er enn vitað hvenær hún yfirgefur ÍBV. Brenna Lovera spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir félagið og skoraði og lagði upp.

Keflavík, KR og Fylkir eru svo í sætunum fyrir neðan. Keflavík efst á markatölu. Fylkir sigraði Þór/KA örugglega í kvöld og leit vel út. Í lið Þór/KA vantaði þó amk fjóra byrnunarliðsmenn og því getur Fylkir ekki horft of mikið í þessi úrslit. Fylkir á leik til góða.

Gengi KR hefur vægast sagt batnað og hafði liðið unnið þrjá leiki í röð ef með er talinn sigur liðsins á Þór/KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Valur sló þær aðeins niður á jörðina í kvöld en erfitt að miða sig of mikið við annað af toppliðunum.

Gunnar Magnús, þjálfari Keflavíkur, talaði um að framtíðin væri björt hjá sínu liði en liðið tapaði gegn ÍBV í kvöld og gerði jafntefli við botnlið HK/Víkings þar á undan.

Staða HK/Víkings er þá alls ekki góð á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum og hefur aðeins skorað tíu mörk í 11 leikjum (sama og Stjarnan og Fylkir(10 leikir))

Næsta umferð hefst um næstu helgi og klárast á þriðjudaginn eftir viku. Innbyrðisleikur ÍBV og Fylkis fer svo fram í Árbænum á miðvikudag (hluti af 8. umferð). Eftir þann leik hafa öll lið leikið tólf leiki.

Pepsi-Max deild kvenna 12. umferð
laugardagur 27. júlí
14:00 Breiðablik-Keflavík (Kópavogsvöllur)
15:30 Þór/KA-ÍBV (Þórsvöllur)

sunnudagur 28. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
14:00 KR-Fylkir (Meistaravellir)

þriðjudagur 30. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
19:15 Stjarnan-Valur (Samsung völlurinn)
19:15 Selfoss-HK/Víkingur (JÁVERK-völlurinn)

miðvikudagur 31. júlí
Pepsi-Max deild kvenna 8. umferð
18:00 Fylkir-ÍBV (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner