þri 13. ágúst 2019 23:30
Oddur Stefánsson
Heimild: Sky Sports 
NFL stjarna kaupir hlut í Seattle Sounders
Mynd: Getty Images
Russell Wilson sem er sannkölluð stjarna í NFL deildinni í Ameríku hefur gengið frá kaupum á hlut í Seattle Sounders sem leikur í MLS deildinni.

Wilson og Ciara kona Wilson sem er betur þekkt fyrir tónlist eru ein af ellefu fjölskyldna sem kaupir hlut í Seattle Sounders.

Wilson skrifaði á dögunum undir samning sem gerði hann að launahæsta leikmanni deildarinnar. Wilson og Ciara sem er Grammy verðlaunahafi hafa búið í Seattle frá árinu 2012 og er borgin þeim afar kær.



Tónlistarmaðurinn Macklemore er einnig í hóp þeirra sem eiga hlut í Bandaríska félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner