Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. ágúst 2019 22:52
Arnar Helgi Magnússon
Aðstoðarþjálfari Fjölnis: Dómarar mæta á svæðið með allt niðrum sig
Magnús Haukur.
Magnús Haukur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll sigraði Fjölni þegar liðin mættust í Inkasso-deild kvenna í kvöld. Murielle Tiernan skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Magnús Haukur Harðarson, aðstoðarþjálfari Fjölnis, var ósáttur með dómgæsluna á Extra-vellinum í kvöld, ef marka má Twitter færslu hans.

„Leikmenn djöflast í góða sjö mánuði áður en Íslandsmótið hefst og eru í toppstandi til að skilja eftir blóð, svita og tár á grasinu góða en því miður hefur það verið þannig í ár að á ansi mörgum vígstöðum mæta dómarar með allt niðrum sig," segir Magnús.

Guðmundur Páll Friðbertsson var með flautuna í kvöld.

„Þeir eru ekki með reglurnar á hreinu, hrokafullir og í ekkert spes ástandi þegar það kemur að því að hlaupa um völlinn og hvað þá að línuverðir geti haldið sinni línu og hætt að spá í því hvort að það séu einn eða tveir þjálfarar í boðvangi."

„Þið eruð hluti af leiknum svo vinsamlegast setjið ykkur í stand á þessum síðustu vikum Íslandsmótsins," segir Magnús að lokum.

Birna Rún Erlendsóttir textalýsti leiknum á Fótbolta.net og gaf hún dómara leiksins falleinkunn.

„Erfiður leikur að dæma og fannst eins og vantaði meiri ákveðni," segir í skýrslu Birnu en Guðmundur Páll og hans dómaratríó fékk fjóra í einkunn.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner