Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 14. ágúst 2019 00:24
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Öll úrslit - Rosenborg fór illa með Maribor
Alexander Söderlund, fyrrum leikmaður FH, skoraði eitt marka Rosenborg í 3-1 sigri.
Alexander Söderlund, fyrrum leikmaður FH, skoraði eitt marka Rosenborg í 3-1 sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á þriðjudagskvöld var leikið í forkeppni Meistaradeildarinnar en þau lið sem komust áfram úr sínum rimmum eru núna einu einvígi frá sæti í riðlakeppninni.

Þar á meðal eru Noregsmeistarar Rosenborg sem fóru illa með slóvenska liðið Mari­bor. Íslandsmeistarar Vals féllu úr leik gegn Maribor í umferðinni á undan.

Porto, Skotlandsmeistarar Celtic og Danmerkurmeistarar FCK eru meðal liða sem féllu úr leik.

Qarabag 0 - 2 APOEL (Samtals: 2-3)

Rosenborg 3 - 1 Maribor (Samtals: 6-2)

Dinamo Kiev 3 - 3 Club Brugge (Samtals: 3-4)

Kaupmannahöfn 1 - 1 Rauða Stjarnan (Samtals: 2-2 - Rauða Stjarnan vann í vítaspyrnukeppni)

Ferencvaros 0 - 4 Dinamo Zagreb (Samtals: 1-5)

Ajax 3 - 2 PAOK Thessaloniki (Samtals: 5-4)
Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður hjá PAOK.

LASK 3 - 1 Basel (Samtals: 5-2)

Porto 2 - 3 Krasnodar (Samtals: 3-3)
Krasnodar áfram á útivallarmörkum - Jón Guðni Fjóluson kom inn sem varamaður hjá Krasnodar á 65. mínútu.

Olympiacos 2 - 0 Istanbul Basaksehir (Samtals: 3-0)

Celtic 3 - 4 CFR Cluj (Samtals: 4-5)
Athugasemdir
banner
banner
banner