Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 14. ágúst 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Ekkert hægt að gera í máli Castillion
Geoffrey Castillion.
Geoffrey Castillion.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Geoffrey Castillion, framherji Fylkis, mun að öllum líkindum ekki fá lengra bann fyrir að hafa náð sér viljandi í gult spjald í leiknum gegn Grindavík í fyrrakvöld.

Spjaldið þýðir að Castillion verður í banni gegn FH í næstu umferð en hann má ekki spila þannig leik hvort sem er þar sem hann er í láni frá FH.

Í reglugerð í mótum UEFA kemur það skýrt fram að leikmaður sem að fái viljandi gult spjald eða rautt spjald í keppnisleik verði settur í tveggja leikja keppnisbann.

Knattspyrnuáhugamenn muna eflaust eftir því þegar Sergio Ramos fékk viljandi gult spjald gegn Ajax í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Hann fékk tveggja leikja bann fyrir að fara á skjön við lögin.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag og þar kemur fram að í íslenskum knattspyrnulögum er ekkert til að vísa í varðandi viljandi gult spjald.

Framkvæmdarstjóri KSÍ, Klara Bjartmarz, getur vísað málum til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ, en þar sem ekkert ákvæði er í lögunum um hvað eigi að vitna í þá er ansi langsótt að mati flestra viðmælenda Fréttablaðsins að vísa máli Castillions til nefndarinnar. „KSÍ þarf að setja þetta inn í regluverkið og það er bara handvömm að ekki sé búið að því,“ segir einn lögfróður maður við Fréttablaðið.

Allt bendir því til þess að Castillion taki út leikbann gegn FH og málinu sé þar með lokið.
Athugasemdir
banner
banner
banner