Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 15. ágúst 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útlit fyrir að Van de Beek verði áfram hjá Ajax
Mynd: Getty Images
Marc Overmars, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, vonast til þess að miðjumaðurinn Donny van de Beek verði áfram hjá félaginu.

Ajax hefur misst lykilmenn frá síðustu leiktíð. Matthijs de Ligt fór til Juventus og Frenkie de Jong fór til Barcelona, en báðir voru þeir lykilmenn í liðinu sem vann hollensku deildina og hollenska bikarinn, ásamt því að komast ótrúlega nálægt að fara í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hinn 22 ára gamli Van de Beek var einnig lykilmaður í þessu liði og hefur hann verið sterklega orðaður við Real Madrid.

Overmars vonast til þess að Van de Beek leiki með Ajax á þessu tímabili.

„Það mun ekki líða langur tími þangað til allt verður komið á hreint. Ég bind miklar vonir við það að það verði jákvæður endir á þessu máli," sagði Overmars við Ziggo Sport.

„Ég býst við því að Donny van de Beek verði áfram."

Van de Beek tjáði sig einnig um stöðu mála. „Real Madrid er stórkostlegt félag, en Ajax er það líka. Ég hef yfir engu að kvarta. Það eru mjög góðar líkur á að ég spili áfram hérna, en það er ekkert ljóst enn sem komið er," sagði miðjumaðurinn við Ziggo Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner