mið 14. ágúst 2019 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville segir Salah á förum og að United vinni á undan Liverpool
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, telur að United muni vinna ensku úrvalsdeildina áður en Liverpool gerir það.

United endaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð á meðan Liverpool endaði í öðru sæti, einu stigi frá Manchester City.

Frá því Sir Alex Ferguson hætti með Man Utd var liðið næst því að vinna ensku úrvalsdeildina 2017/18 tímabilið undir stjórn Jose Mourinho. United endaði þá í öðru sæti, en samt heilum 19 stigum á eftir nágrönnunum í Manchester City.

Á síðasta tímabili munaði 31 stigi á Man Utd og Liverpool, en samt telur Neville að United verði fyrri til að vinna ensku úrvalsdeildina.

„Manchester United mun vinna deildina aftur. United mun örugglega vinna deildina á undan Liverpool," sagði Neville í umræðuþætti á vegum Sky Bet.

„Og ég er ekki að sýna vanvirðingu, þeir munu örugglega vinna deildina á undan Liverpool. United er nær en fólk heldur og staðan er ekki eins slæm og fólk heldur, þannig er það alltaf."

Neville telur einnig að Mohamed Salah muni yfirgefa Liverpool á næstu 12 mánuðum.

„ Salah mun færa á næstu 12 mánuðum, ég get séð það nú þegar. Hann (Carragher) veit það líka, en hann mun ekki segja það. Ég get séð það gerast," sagði Nevill.e

Liverpool vann efstu deild Englands síðast 1990 á meðan United vann hana 2013.

Enska úrvalsdeildin hófst um síðustu helgi. Liverpool vann Norwich 4-1 og Man Utd vann Chelsea 4-0.


Athugasemdir
banner
banner
banner