Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. ágúst 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Bikarúrslitatríóið stillir saman strengi í Þorlákshöfn
Egill Arnar Sigurþórsson.
Egill Arnar Sigurþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Egill Arnar Sigurþórsson dæmir leik KR og Selfoss í úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Liðin eigast við á Laugardalsvelli klukkan 17:00 á laugardag.

Egill Arnar mun þar í fyrsta skipti dæma bikarúrslitaleik.

Gunnar Helgason og Kristján Már Ólafs verða aðstoðardómarar í leiknum en þeir eru einnig í sínum fyrsta úrslitaleik.

Arnar Ingi Ingvarsson verður fjórði dómari.

Egill, Gunnar og Kristján dæma í kvöld leik Ægis og KÁ í Þorlákshöfn í 4. deild karla þar sem þeir stilla saman strengina fyrir leikinn um helgina. Það var þeirra ósk að fá leik saman í aðdraganda úrslitaleiksins til að gera sig klára fyrir verkefnið stóra.
Athugasemdir
banner
banner
banner