Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. ágúst 2019 16:00
Magnús Már Einarsson
Aron Elís á toppnum í Draumaliðsdeild Eyjabita
Aron Elís á æfingu með íslenska landsliðinu í Katar í janúar.
Aron Elís á æfingu með íslenska landsliðinu í Katar í janúar.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron Elís Þrándarson, leikmaður Álasund í Noregi, hefur tekið forystuna í í Draumaliðsdeild Eyjabita. Aron Elís, sem er uppalinn hjá Víkingi R, fylgist vel með Pepsi Max-deildinni og eftir sextán umferðir í Draumaliðsdeildinni er hann með 23 stiga forskot á Brynjar Orra Bjarnason sem er í öðru sæti. Brynjar Orri var á toppnum eftir fyrri hluta tímabils.

„Ég var ekkert að eyða allt of miklum tima í þetta til að byrja með, spilaði eina umferðina án fyrirliða þegar ég gleymdi að stilla upp liðinu en nú upp á síðkastið er ég buinn að vera sinna þessu almennilega," sagði Aron Elís við Fótbolta.net.

Nokkrir leikmenn hafa verið sérstaklega drjúgir í stigasöfnun fyrir Aron Elís í sumar.

„Óskar Örn (Hauksson), Grímsi (Hallgrímur Mar Steingrímsson) og Hilmar Árni (Halldórsson) er þrenna sem klikkar ekki, algjörar stigavélar."

Sigurvegarinn í Draumaliðsdeild Eyjabita fær í verðlaun ferð fyrir tvo á leik í ensku úrvalsdeildinni með Vita ferðum. Aron Elís vonast til að ná að halda sjó og sigla sigrinum í höfn.

„Það væri geggjað að ná að vinna þetta, maður verður að vera bjartsýnn á það," sagði Aron Elís að lokum.

Smelltu hér til að fara á síðu Draumaliðsdeildar Eyjabita

Hér að neðan má sjá liðið hjá Aroni Elís.
Athugasemdir
banner
banner