fim 15. ágúst 2019 13:45
Arnar Daði Arnarsson
Gísli Eyjólfs spáir í 17. umferðina í Inkasso
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar fara í Safamýrina í kvöld og þurfa þrjú stig.
Njarðvíkingar fara í Safamýrina í kvöld og þurfa þrjú stig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
17. umferðin í Inkasso-deild karla hefst í kvöld þegar Fram og Njarðvík mætast í Safamýrinni. Umferðin heldur síðan áfram annað kvöld og lýkur síðan á laugardaginn með fallbaráttuslag Magna og Aftureldingar.

Þórður Helgi Þórðarson eða Doddi litli, var með einn leik réttan þegar hann spáði í 16. umferðina en nú er komið að Gísla Eyjólfssyni miðjumanni Breiðabliks að spá í 17. umferðina. Gísli verður í eldlínunni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik eigast við í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.

Fram 2 - 1 Njarðvík (19:15 í kvöld)
Áhugaverður leikur. Frammarar búnir að tapa þremur leikjum í röð og fá botnliðið í heimsókn. Ég spái léttum markaleik, en held að Frammararnir taki þetta 2-1.

Leiknir 2 - 2 Þróttur (18:00 á morgun)
Virkilega skemmtilegur leikur. Toppliðin tvö þau einu sem unnu fleiri leiki en Þróttur í júlí og Leiknir á rosalegu rönni búnir að taka þrjá leiki í röð. Ég spái góðum markaleik þarna og góðri skemmtun fyrir áhorfendur en ég held að þetta fari 2-2.

Keflavík 1 - 2 Víkingur Ó. (18:00 á morgun)
Keflavíkur liðið hefur ekki verið að spila vel undanfarið eftir að hafa fallið niður og ég sé bara ekki mína gömlu félaga tapa þessum leik. Ejub-skólinn er skóli sem flestir ættu að taka.

Þór 4 - 0 Haukar (18:00 á morgun)
Því miður fyrir mína gömlu félaga á Ásvöllum þá eiga þeir ekki break þarna. Þórsarar á heimavelli á runni vinna þetta auðvelt 4-0 Ricky T setur þrjú.

Fjölnir 2 - 2 Grótta (18:00 á morgun)
Rosalegur leikur. Þar sem hvorugt liðið má við því að tapa stigum þarna. Verður spennandi og fjörugur leikur alveg til lokamínutu þar sem Grótta mun skora flautujöfnunar mark úr föstuleikatriði þar sem Pétur skallar hann inn.

Magni 1 - 1 Afturelding (16:00 á laugardag)
Alvöru botnbarátta. Með sigri getur Afturelding andað örlítið léttar, þeir eru ferskir eftir 3-0 sigur á Fram í síðustu umferð en það er ekkert grín að fara norður á Grenivík og sækja þrjá punkta þannig held að þessi leikur endi með jafntefli.

Sjá fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Sindri Snær Magnússon (3 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (3 réttir)
Björgvin Stefánsson (3 réttir)
Starki á völlunum (2 réttir)
Gunnar Birgisson (2 réttir)
Hjálmar Örn Jóhannsson (2 réttir)
Aron Bjarnason (2 réttir)
Doddi litli (1 réttur)
Alex Þór Hauksson (1 réttur)
Gunnar Þorsteinsson (1 réttur)
Hörður Ingi Gunnarsson (1 réttur)
Davíð Örn Atlason (1 réttur)
Arnar Sveinn Geirsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner