banner
   fim 15. ágúst 2019 12:30
Fótbolti.net
Undanúrslit - Líkleg byrjunarlið Víkings og Breiðabliks
Víkingur R. - Breiðablik 19:15 í kvöld
Kwame Quee má ekki spila gegn Breiðabliki í kvöld.
Kwame Quee má ekki spila gegn Breiðabliki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvernig verður varnarlína Blika í kvöld?
Hvernig verður varnarlína Blika í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðari undanúrslitaleikurinn í Mjólkurbikar karla er á dagskrá í kvöld en þar mætast Víkingur R. og Breiðablik á Víkingsvelli klukkan 19:15.

Júlíus Magnússon, miðjumaður Víkings, hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum en hann ætti að vera leikfær og koma inn í liðið í kvöld.

Kwame Quee er í láni frá Breiðabliki og því má hann ekki spila leikinn í kvöld. Fótbolti.net spáir því að Júlíus komi inn á miðjuna og Erlingur Agnarsson fari af miðjunni á hægri kantinn fyrir Kwame. Ágúst Eðvald Hlynsson gæti einnig farið af miðjunni yfir á kantinn gegn sínum gömlu félögum í Breiðabliki.Í liði Breiðabliks er mesta spurningamerkið í varnarlínunni, hvaða tveir miðverðir byrja inn á. Elfar Freyr Helgason og Viktor Örn Margeirsson hafa byrjað síðustu tvo leiki en Damir Muminovic var í banni í 4-0 sigrinum gegn KA í þarsíðustu umferð.

Damir kom inn á sem varamaður í sigrinum gegn ÍA á sunnudag og Fótbolti.net spáir því að hann og Elfar verði saman í hjarta varnarinnar.
Athugasemdir
banner
banner