Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. ágúst 2019 17:45
Elvar Geir Magnússon
Pellegrini: Erum ekki að ræða um Evrópusæti
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham.
Manuel Pellegrini, stjóri West Ham.
Mynd: Getty Images
„Þetta var ekki góð byrjun á tímabilinu, við gerðum of mörg mistök og þurfum að bæta okkur. Við þurfum að stefna á sigur í næsta leik, við erum ekki að hugsa um okkar markmið í maí. Eitt tap breytir ekki hugarfari okkar," segir Manuel Pellegrini, stjóri West Ham.

Hann var að ræða um 5-0 tapleikinn gegn Manchester City í fyrstu umferðinni. Næsti leikur West Ham er gegn Brighton á laugardag.

„Ég tel okkur vera með leikmannahópinn sem við viljum vera með. Við erum ekki að ræða um Evrópusæti, við erum einbeita okkur að spilamennsku liðsins."

„Brighton byrjaði tímabilið virkilega vel og er með augljósan leikstíl undir nýjum stjóra. Það er erfitt að heimsækja þeirra heimavöll og við erum meðvitaðir um að það þurfi að vera góður hraði á okkar leik ef við ætlum að vinna."
Athugasemdir
banner
banner