Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 15. ágúst 2019 12:56
Elvar Geir Magnússon
Granit Xhaka tæpur fyrir næsta leik - Holding klár
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Arsenal vann 1-0 sigur gegn Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en í hádegisleiknum á laugardag tekur liðið á móti Burnley.

Unai Emery, stjóri Arsenal, situr fyrir svörum á fréttamannafundi eftir um hálftíma en félagið hefur gefið út upplýsingar varðandi meiðslalistann.

Þar kemur fram að svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka sé meiddur á mjóbaki og í fótlegg. Hann verði skoðaður fyrir elikinn á laugardag.

Varnarmaðurinn Rob Holding er að snúa aftur en hann hefur getað æft af fullum krafti með aðalliðinu eftir að hafa jafnað sig á meiðslum í vinstra hné.

Hinn ungi Emile Smith Rowe er á batavegi eftir nárameiðsli og ætti að geta snúið aftur til æfinga í næstu viku.

Hector Bellerín og Kieran Tierney eru á meiðslalistanum en stefnan er sett á að þeir snúi aftur til æfinga að fullum krafti í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner