banner
   fim 15. ágúst 2019 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Marco Reus skírður í höfuðið á Van Basten
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn Marco Reus átti að heita Dennis Reus en foreldrar hans skiptu um skoðun eftir EM í Þýskalandi 1988.

Holland vann Evrópumótið eftir sigur í úrslitaleik gegn Sóvétríkjunum. Marco van Basten var markahæstur á mótinu með fimm mörk en það síðasta sem hann skoraði er meðal frægustu marka knattspyrnusögunnar.

Van Basten tryggði þá 0-2 sigur í úrslitaleiknum með stórkostlegu marki. Hann fékk fyrirgjöf frá vinstri í skyndisókn og lét vaða á markið með fyrstu snertingu úr þröngu og erfiðu færi með varnarmann í sér.

„Foreldrar mínir höfðu valið nafnið Dennis fyrir mig en það breyttist eftir Evrópumótið í Þýskalandi 1988," sagði Reus.

„Eftir að Marco van Basten skoraði markið fræga í úrslitaleiknum gegn Sóvétríkjunum sagði faðir minn að ég yrði skírður Marco."


Athugasemdir
banner
banner