Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 15. ágúst 2019 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Norrköping úr leik - Rúnar Már öruggur áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Rúnar Már Sigurjónsson spilaði fyrstu 70 mínúturnar í auðveldum sigri FC Astana gegn Valletta í undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Rúnar Már skoraði tvennu í fyrri leik liðanna sem lauk með 5-1 sigri í Kasakstan.

Rúnar og félagar í Astana mæta Willum Þór Willumssyni og félögum í BATE Borisov í úrslitaleikjum um að komast í riðlakeppnina. Þeir leikir fara fram næstu tvo fimmtudaga.

Valletta 0 - 4 FC Astana (1-9 samanlagt)
0-1 R. Murtazayev ('25)
0-2 M. Tomasov ('37)
0-3 R. Murtazayev ('68)
0-4 M. Tomasov ('89)

Guðmundur Þórarinsson lék þá allan leikinn er Norrköping var slegið út af Hapoel Be'er Sheva í Ísrael.

Hapoel hafði betur eftir nokkuð jafnan leik. Niv Zrihan skoraði tvennu og gerði Nigel Hasselbaink, frændi Jimmy-Floyd, eitt mark.

Gummi kom að eina marki Norrköping í leiknum þar sem hann vann boltann hátt uppi og tveimur sendingum síðar fór boltinn í netið.

Hapoel Be'er Sheva 3 - 1 Norrköping (4-2 samanlagt)
1-0 N. Zrihan ('67)
2-0 N. Hasselbaink ('72)
2-1 R. Lauritsen ('82)
3-1 N. Zrihan ('94)

Trabzonspor 2 - 1 Sparta Prag (4-3 samanlagt)
1-0 Alexander Sörloth ('11)
1-1 A. Hlozek ('78)
2-1 F. Novak ('98)

AEK Aþena 1 - 1 U. Craiova (3-1 samanlagt)

TNS 0 - 4 Ludogorets (0-9 samanlagt)
Athugasemdir
banner
banner
banner