Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 15. ágúst 2019 20:42
Daníel Smári Magnússon
Donni: Mikilvægt að einbeita sér að framtíðinni
Hálfleiksræða Donna skilaði sínu.
Hálfleiksræða Donna skilaði sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það þarf alltaf að hafa fyrir hlutunum á móti Keflavík og á móti öllum liðum auðvitað. Keflavík er með hörkulið, þar eru með flott varnarskipulag og eru mjög sterkar í föstum leikatriðum, það er erfitt við þær að eiga. Mér fannst við klára þetta frábærlega í seinni hálfleik og sigldum þessu bara nokkuð örugglega heim fannst mér.'' sagði Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þór/KA eftir 3-1 sigur á Keflavík í Pepsi Max deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Keflavík

„Við sáum veikleika í þeirra leik, sem að gerðust af og til í fyrri hálfleik líka. Þær voru svolítið margar miðsvæðis og það gaf okkur mikinn tíma á köntunum og við ákváðum að breyta því, notuðum meira vængina, skoruðum eftir fyrirgjafir og töluðum svolítið um föstu leikatriðin,'' sagði Donni þegar hann var spurður um hvað hefði verið rætt í hálfleik. Það skilaði sér í tveimur góðum skallamörkum frá fyrirliðanum, Örnu Sif Ásgrímsdóttur.

Bilið í efstu liðin tvö, Val og Breiðablik er orðið of breitt, svo að Þór/KA getur best náð þriðja sætinu í deildinni, Donni segir að það sé mikilvægt að ná því - en einnig að huga að framtíðinni: „Já, klárlega. Við reynum að enda eins ofarlega og hægt er, en hinsvegar er líka mikilvægt að einbeita sér að framtíðinni aðeins og bæði að gefa einhverjum af þessum leikmönnum tækifæri og líka bara að vinna aðeins inní framtíðina.''

Einhverjar sögusagnir hafa verið um að Donni sé á leið út fyrir landsteinana eftir tímabilið. Hann taldi ekki tímabært að tjá sig um það.

„Nei, það er ekki tímabært að fara að gera það núna. Ég er búinn með minn samning eftir tímabilið og það verður bara að koma í ljós hvað gerist þá.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner