Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. ágúst 2019 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Wolves mætir Torino í úrslitaleik
Mynd: Getty Images
Espanyol lenti ekki í vandræðum gegn Luzern eftir að hafa lagt Stjörnuna.
Espanyol lenti ekki í vandræðum gegn Luzern eftir að hafa lagt Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að Wolves mætir Torino í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Leikirnir fara fram næstu tvo fimmtudaga.

Úlfarnir lentu ekki í vandræðum gegn Pyunik Yerevan og unnu 4-0 í kvöld, samanlagt 8-0 eftir þægilegan sigur í fyrri leiknum.

Leikurinn gegn Torino verður afar spennandi enda liðin talin vera svipað góð í sínum deildum.

Wolves 4 - 0 Pyunik Yerevan (8-0 samanlagt)
1-0 Pedro Neto ('54)
2-0 Morgan Gibbs-White ('58)
3-0 Ruben Vinagre ('64)
4-0 Diogo Jota ('87)

Mikael Anderson lék fyrstu 70 mínúturnar er Midtjylland tapaði fyrir lærisveinum Steven Gerrard í Rangers.

Alfredo Morelos og Sheyi Ojo gerðu út um viðureignina eftir 2-4 sigur í fyrri leiknum í Danmörku.

Rangers 3 - 1 Midtjylland (7-3 samanlagt)
1-0 Alfredo Morelos ('14)
2-0 Sheyi Ojo ('39)
3-0 Alfredo Morelos ('49)
3-1 Evander ('72)

Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby eru einnig úr leik eftir tap gegn portúgalska félaginu Braga. Hjörtur lék allan leikinn.

Lokatölurnar urðu nákvæmlega þær sömu og úr viðureignum Rangers gegn Midtjylland.

Braga 3 - 1 Bröndby
1-0 J. Palhinha ('19)
2-0 A. Horta ('41)
3-0 J. Palhinha ('66)
3-1 P. Bjur ('85)

Albert Guðmundsson kom ekki við sögu í 4-0 sigri AZ Alkmaar gegn Mariupol. Albert fékk aðeins að spila stundarfjórðung í fyrri leik liðanna sem lauk með markalausu jafntefli.

AZ Alkmaar 4 - 0 Mariupol
1-0 C. Stengs ('20)
2-0 T. Ouwejan ('44)
3-0 S. Wuytens ('62)
4-0 S. Yavorsky ('90, sjálfsmark)

Espanyol 3 - 0 Luzern (6-0 samanlagt)
1-0 Wu Lei ('3)
2-0 V. Campuzano ('27)
3-0 V. Campuzano ('38)

Eintracht Frankfurt 1 - 0 Vaduz (6-0 samanlagt)
1-0 Jonathan de Guzman ('32)

Aris 3 - 1 Molde (3-4 samanlagt)

PSV 0 - 0 Haugesund (1-0 samanlagt)

Aberdeen 0 - 2 Rijeka (0-4 samanlagt)

Strasbourg 1 - 0 Lok. Plovdiv (2-0 samanlagt)

Gent 3 - 0 AEK Larnaca (4-1 samanlagt)

Viktoria Plzen 2 - 1 Antwerp (2-2 samanlagt)
Antwerp áfram á útivallarmörkum
Athugasemdir
banner
banner
banner