Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 15. ágúst 2019 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Rangers fær Andy King frá Leicester (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Rangers er búið að krækja í velska miðjumanninn Andy King á lánssamning út leiktíðina.

King verður 31 árs í október og hefur verið hjá Leicester City frá 15 ára aldri.

Hann var mikilvægur hlekkur í liði Leicester þar til liðið komst upp í úrvalsdeildina 2014. Hann kom við sögu í 25 deildarleikjum er Leicester varð Englandsmeistari en hefur aðeins spilað ellefu deildarleiki fyrir félagið á síðustu tveimur leiktíðum.

Hann var lánaður til Swansea tímabilið 2017-18 og svo til Derby á síðustu leiktíð en fékk lítinn spiltíma.

King gæti reynst öflugur liðsstyrkur fyrir Rangers sem mætir Legia Varsjá næstu tvo fimmtudaga í úrslitaleikjum um að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner