Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2019 08:48
Magnús Már Einarsson
Guðjón Pétur: Dómarinn ömurlegur
Guðjón í leiknum í gærkvöldi.
Guðjón í leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Eyþór Árnason
Guðjón Pétur Lýðsson, miðjumaður Breiðabliks, lét Þorvald Árnason dómara heyra það í viðtali við Morgunblaðið eftir 3-1 tapið gegn Víkingi R. í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

„Við reynd­um all­an tím­ann að gera eins mikið og við gát­um en því miður var þetta ekki okk­ar dag­ur. Mér fannst Þor­vald­ur líka öm­ur­leg­ur. Hann leyfði þeim að tefja all­an seinni hálfleik­inn og var skít­hrædd­ur við þá," sagði Guðjón við Morgunblaðið eftir leik.

Guðjón Pétur og Kári Árnason lentu í einhverjum ryskingum á leið til búningsklefa í gær. Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks, mætti á viðtalssvæðið eftir leik og sakaði Kára um að hafa slegið til Guðjóns. Í viðtalinu við Morgunblaðið lýsir Guðjón yfir óánægju sinni með að Kári hafi ekki fengið spjald í leiknum sjálfum.

„Hon­um fannst eitt­hvað erfitt að tala við Kára. Kári sparkaði með hnéð í and­litið á mér en hann þorði ekki að dæma spjald. Hann hamraði niður í lok­in, bolt­inn löngu far­inn, en aft­ur þorði hann ekki að rífa upp spjaldið. Hann var tefj­andi all­an leik­inn en hann reif aldrei upp spjald, dóm­ar­inn var glataður," sagði Guðjón pirraður.

Sjá einnig:
Læti eftir leik - „Hver er Guðjón Pétur?"
Athugasemdir
banner
banner