þri 20. ágúst 2019 09:14
Magnús Már Einarsson
Pogba varð fyrir kynþáttafordómum eftir vítaspyrnuna
Mynd: Getty Images
Manchester United segist vera að vinna í að finna út hvaða aðilar það voru sem voru með kynþáttafordóma í garð Paul Pogba á samfélagsmiðlum í gær.

Pogba klikkaði á vítaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Wolves en eftir leikinn fékk hann ljót skilaboð á samfélagsmiðlum.

„Einstaklingarnir sem eru með þessi viðhorf endurspegla ekki gildin hjá okkar frábæra félagi og það er gott að sjá að stór hluti stuðningsmanna fordæmir þetta á samfélagsmiðlum," sagði í yfirlýsingu frá Manchester United.

„Manchester United hefur enga þolinmæði fyrir kynþáttafordómum eða mismunun og við höfum lengi verið með herferð gegn því í gegnum #AllRedAllEqual verkefnið okkar."

Í síðustu viku varð Tammy Abraham, framherji Chelsea, fyrir kynþáttafordómum eftir að hann klikkaði á vítaspyrnu gegn Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner