Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Nýtt tímabil að hefjast í Katar - Heimir þekkir deildina betur
Heimir Hallgrímsson þjálfari Al Arabi.
Heimir Hallgrímsson þjálfari Al Arabi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Al Arabi hefur nýtt tímabil í Katar á föstudaginn þegar liðið mætir Al Ahli á útivelli. Heimir Hallgrímsson tók við þjálfun Al Arabi undir lok síðasta ár en Bjarki Már Ólafsson er aðstoðarmaður hans.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, gekk til liðs við Al Arabi í sumar sem og þýski framherjinn Pierre-Michel Lasogga og spænski varnarmaðurinn Marc Muniesa.

Al Arabi fór til Spánar á undirbúningstímabilinu þar sem hitinn í Katar á sumrin er óbærilegur.

„Við erum ánægðir með undirbúningstímabilið þar sem við áttum frábærar þrjár vikur á Spáni og allir græddu á því," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

Þegar Heimir tók við Al Arabi var liðið um miðja deild og niðurstaðan síðastliðið vor var sjötta sæti af tólf liðum.

Heimir fékk síðari hlutann á síðasta tímabil til að kynnast deildinni í Katar og liðinu en stefnan er sett hærra í ár.

„Já, ég hef náð í nægilega mikla reynslu í deildinni og núna þekki ég hlutina," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner