Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 20. ágúst 2019 10:54
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn hjá Dortmund: Myndi alltaf sjá eftir því ef ég myndi segja nei
Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með Fylki í sumar.
Kolbeinn Birgir Finnsson í leik með Fylki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn fagnar marki með Fylki.
Kolbeinn fagnar marki með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svolítið óraunverulegt fyrst en það eru allir mjög spenntir og sáttir í kringum mig," sagði Kolbeinn Birgir Finnsson við Fótbolta.net í dag eftir að hann skrifaði undir hjá þýska stórliðinu Dortmund.

Kolbeinn hefur verið í varaliði Brentford en Dortmund keypti hann í sínar raðir. Fleiri félög höfðu einng sýnt honum áhuga en Kolbeinn valdi Dortmund.

„Ég vissi af smá áhuga í byrjun en bjóst ekki endilega við að þetta myndi ganga í gegn. Allt í einu kom þetta upp og ég þurfi að ákveða hvað ég vildi kýla á. Það voru tvö lið í myndinni, ég get farið á lán til Svíþjóðar eða kýlt á þetta," sagði Kolbeinn.

„Mér fannst þetta vera þannig tækifæri að ég myndi alltaf sjá eftir því ef ég myndi segja nei við því. Þetta er stór klúbbur með allt til alls til að bæta sig."

Byrjar í varaliðinu
Hinn 19 ára gamli Kolbeinn æfir og spilar með varaliði Dortmund fyrst um sinn en liðið er í fjórðu efstu deild í Þýskalandi. Flestir leikmenn eru á aldri við Kolbein en auk þýskra leikmanna er einn danskur leikmaður í hópnum og einn Spánverji.

„Þetta er það stór klúbbur að maður ekki jafn mikið að stressa sig á því að fá aðalliðsmínútur og hjá öðrum klúbbum. Varaliðið spilar í 3. deildinni í Þýskalandi og það er gott level. Ég hef horft á klippur úr leikjum hjá þeim og þetta er alvöru fótbolti og nóg af áhorfendum. Mér líst vel á þetta," sagði Kolbeinn sem segir markmiðið vera að komast í aðalliðið síðar meir.

„Ég ætla að byrja á að spila vel hér með því að leggja mig allan í þetta og spila af 100% krafti. Þá er aldrei að vita nema maður fái einhverja sénsa."

Sáttur með dvölina hjá Fylki
Kolbeinn var á láni hjá uppeldisfélagi sínu Fylki í sumar þar sem hann spilaði vel í Pepsi Max-deildinni. Hann var sáttur með sumarið á Íslandi.

„Það var ekki verra að gera þetta. Þetta var ótrúlega gaman, bæði fótboltalega og andlega. Það var gaman að búa heima hjá sér í þrjá mánuði," sagði Kolbeinn.

Kolbeinn hefur hafið æfingar með varaliði Dortmund og hann gæti spilað sinn fyrsta leik gegn TuS Haltern á föstudagskvöld.

„Ég er búinn að mæta á æfingar og vonandi verða pappírarnir klárir þannig að ég geti spilað fyrsta leikinn á föstudaginn," sagði Kolbeinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner