Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 12:15
Fótbolti.net
Heimir Guðjóns snýr heim í haust
Heimir á hliðarlínunni hjá HB.
Heimir á hliðarlínunni hjá HB.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að Heimir Guðjónsson, þjálfari HB í Færeyjum, sé á heimleið eftir tímabilið. Þetta var rætt í Innkastinu í gær. Heimir hefur verið orðaður við þjálfarstöður í Pepsi Max-deildinni og þar á meðal Breiðablik.

„Ég held að það séu mjög mörg lið að bíða eftir því hvað hann ætlar að gera," sagði Gunnar Birgisson en hann telur að Heimir gæti tekið við landsliði Færeyja.

„Hann verður einhverntímann landsliðsþjálfari Færeyja en það verður ekki núna. Heimir verður í Pepsi Max-deildinni næsta sumar," sagði Elvar Geir Magnússon.

Heimir stýrði HB til sigurs í færeysku deildinni í fyrra en liðið er í fjórða sæti deildarinnar í dag, fjórum stigum frá toppnum. Liðið er einnig komið í bikarúrslit gegn Víkingi 21. september.

„Hann fer ekki í þriðja tímabil hjá HB. Hann fór til Færeyja af því að öll störf voru lokuð og hann fór til Færeyja til að geta þjálfað og prófa nýja hluti. Hann hefur gert fína hluti en núna er tíminn kominn. Heimir snýr heim," sagði Magnús Már Einarsson í Innkastinu.

Heimir þjálfaði FH frá 2008 til 2017 og varð á þeim tíma fimm sinnum Íslandsmeistari með liðinu. Heimir var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum en hann vildi lítið gefa út um framtíð sína þá.

„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun. Stjórnarmennirnir töluðu við mig í byrjun júlí og ég sagði við þá að ég vildi klára þessa Evrópukeppni og svo myndum við setjast niður og sjá til," sagði Heimir í útvarpsþættinum Fótbolta.net í byrjun mánaðarins.
Heimir Guðjóns í beinni frá Færeyjum
Innkastið - Keppst við að stimpla sig í fallbaráttu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner